Yavalath

Inngangur
Yavalath er tveggja manna abstract borðspil sem spilað er á sexhyrndu borði. Leikurinn var fundið upp af forriti sem kallast Ludi (sem Cameron Browne fann upp) árið 2007. 

Borðið

Yavalath er spilað á sexhyrndu borði með 5 reitum á hverri hlið:

Markmið leiksins
Markmið Yavalath er að setja 4 steina í röð eða neyða mótherjann til að setja 3 steina í röð.

Spilun

Leikurinn hefst á tómu borði.

Hver leikmaður hefur sinn lit: Hvítann eða Svartan.

Hvítur byrjar, leikmenn skiptast svo á að setja niður stein á einhvern tóman reit.

Endir

Leikurinn endar ef:

  • Leikmaður vinnur ef hann gerir línu af fjórum (eða fleirum) steinum í röð.
  • Leikmaður tapar ef hann gerir línu af þrem steinum í röð.
  • Borðið fyllist, þá endar leikurinn með jafntefli.

Afbrigði
  • Þriggja-manna afbrigðið.
    Þetta afbrigði er spilað eftir sömu reglum og sá venjulegi nema að leikmaður verður að setja fyrir stein ef næsti leikmaður hótar sigri, og hver leikmaður sem gerir línu að þremur steinum en ekki fjórum steinum hættir leik, en steinar hans verða eftir á borðinu. Sigurvegarinn er annaðhvort sá sem er síðastur eftir eða fyrsti leikmaðurinn sem myndar línu af fjórum steinum
  • Fjórir-ekki-fimm.
    Þetta afbrigði skal vera spilað á stærra borði, 6 reitum á hverri hlið. Leikmaður vinnur ef hann myndar línu af fimm steinum og tapar ef hann myndar línu af fjórum steinum.

 

Aðrir Hlekkir

 


[create new page] [copy this page] [edit this page] [translate this page] [view history]

© All rights reserved. Created by Arty Sandler. Privacy Policy